Ráðherra með skrifstofu sína til Akureyrar í dag

Akureyri er fimmti staðurinn utan Reykjavíkur þar sem ráðherra er með skrifstofu
Akureyri er fimmti staðurinn utan Reykjavíkur þar sem ráðherra er með skrifstofu

Skrifstofa Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður á Akureyri í dag, miðvikudaginn 27. september. Ráðherra mun koma skrifstofu sinni fyrir í húsakynnum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra við Hafnarstræti 91.

Akureyri er fimmti staðurinn utan Reykjavíkur þar sem ráðherra er með skrifstofu en áður hefur hún verið með skrifstofur í Snæfellsbæ, Mosfellsbæ, Árborg og Hafnarfirði.

Áslaug Arna verður við hefðbundna vinnu á skrifstofunni um morguninn, en frá 10.30 til 11.30 verður opinn viðtalstími þar sem fólki er gefin kostur á að mæta til skrafs og ráðagerða án þess að panta tíma.

Eftir hádegi eru fundir og heimsóknir með undirstofnunum og fyrirtækjum sem hafa tengingu við málaflokka Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Í lok dags verður opinn fundur þar sem verkefni ráðuneytisins eru kynnt.

Nýjast