Talsvert tjón bæði á húseignum og munum vegna flóða á Oddeyri

Enn er unnið að dælingu í húsum neðarlega á Oddeyri og að veita vatni burtu. Háflóð verður aftur í k…
Enn er unnið að dælingu í húsum neðarlega á Oddeyri og að veita vatni burtu. Háflóð verður aftur í kvöld milli 21-22 og verður vel fylgst með stöðunni.

Ástand á Oddeyri hefur ekki verið gott það sem af er degi, mikið sjávarflóð inn í húseignir á svæðinu.

„Þetta er aðeins farið að sjatna, enda farið að falla vel út en enn er unnið að dælingu og að veita vatni burtu,“ segir á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Það er enn lokað um Laufásgötu, Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu neðan við Hjalteyrargötu. Ljóst er að sums staðar hefur orðið talsvert tjón bæði á húseignum og munum. Það er aftur háflóð í kvöld milli 21-22 og verður vel fylgst með stöðunni.

„Við viljum biðja ykkur sem eigið húseignir á þessu svæði að fylgjast vel með, gera þær ráðstafanir sem þið getið til að forða frekara tjóni. Eins hvetjum við bátaeigendur að huga að bátum sínum í höfninni,“ segir lögregla á Akureyri.

Nýjast