Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit Ríflega helmingur íbúa sækja vinnu á Akureyri
Íbúar á Norðurlandi Eystra sækja margir hverjir atvinnu í öðru bæjarfélagi en því sem þeir búa í.
Algengast virðist að íbúar í nærliggjandi byggðum við Akureyri sæki vinnu þangað. Til dæmis sækja 54% íbúa Eyjafjarðarsveitar sem tóku þátt í könnuninni atvinnu til Akureyrar sem og 63% íbúa Hörgársveitar, og 27% íbúa Svalbarðsstrandarhrepps. Þeim fækkar sem sækja atvinnu til Akureyrar eftir því sem lengra er að fara á milli, 8% íbúa Dalvíkur sækja vinnu til Akureyrar og enginn frá Húsavík né Siglufirði sótti atvinnu til Akureyrar í þessari könnun.
Þetta kemur fram í nýrri netkönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra í september síðastliðnum