Skipulagsráð Akureyrarbæar- Ósátt við umgengni á lóð við Sjafnarnes 2

Loftmynd af svæðinu, brúnt afmarkar umrædda lóð    Mynd  www.akureyri.is
Loftmynd af svæðinu, brúnt afmarkar umrædda lóð Mynd www.akureyri.is

Á fundi Skipulagsráðs Akureyrarbæjar 10 janúar  s.l. var m.a. rætt um umgengni á lóð við Sjafnarnes 2 en ástandið þar hefur  reyndar vakið spurningar hjá bæjarbúum og  er óhætt að segja að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. 

Það er álit Skipulagsráðs að umgengni á lóðinni og nánasta umhverfi hennar sé óviðunandi og fól ráðið  Skipulagsfulltrúa  að ræða við lóðarhafa um úrbætur á svæðinu innan þriggja mánaða og ef ekki rættist úr stöðu mála á þeim tíma verði lagðar dagsektir á lóðarhafa.  Það sem  m.a. er ætlast til að gert verði er að fjarlæga skuli öll tæki og lausamuni í eigu lóðarhafa sem eru utan lóðar .   

 

Nýjast