27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Tónleikar á Græna hattinum í kvöld
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stenda nú fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki. Liður í átakinu er að fara hringinn í kringum landið og vera með Lífið er núna tónleika.
„Við ákváðum að taka rúntinn hringinn í kringum landið með tónleika en tilgangurinn með því er að kynna starfsemi okkar og minna fólk á að njóta augnabliksins. Fólk sem greinist með krabbamein þarf að sækja oft meðferð til Reykjavíkur þó það sé búsett úti á landi og því er gott að vita hvert þau geta leitað þegar þau eru í bænum,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts.
Í kvöld verða tónleikar á Græna hattinum þar sem fram koma Stebbi Jak og hljómsveit, Lost, Angurværð og Dopamine Machine Hægt verður að kaupa miða við innganginn á tónleikana og kostar einungis 2.000 kr. inn. Tónleikarnir hefjast kl 20.00
Að sjálfsögðu verður einnig hægt að kaupa Lífið er núna húfu Krafts á hattinum!.