Skógræktarfélag Eyfirðinga sátt við hótelbyggingu
Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur fengið nánari kynningu á hugmyndum um hótelbyggingu í Vaðlaskógi og ályktar:
Félagið hefur haft umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar allt frá árinu 1936 og ræktað þar skóg í 86 ár. Frá upphafi hefur markmiðið með ræktun skógarins verið að skapa yndisreit fyrir almenning til að njóta útivistar í skjóli trjánna. Almennt er félagið mótfallið hvers konar mannvirkjagerð í Vaðlaskógi. Félagið áskilur sér þó rétt til að meta hvert mál fyrir sig en þá ávallt með lög félagsins og markmið að leiðarljósi en einnig þær skuldbindingar og réttindi sem umráðasamningur félagsins um Vaðlaskóg kveður á um.
Frá þessu er sagt á heimasíðu félagsins.