Opið lengur í sund og á skíði fram yfir páska

Það er alltaf gaman í Hlíðarfjalli. Myndin var tekin fyrr í dag og má sjá að það er nægur snjór á sv…
Það er alltaf gaman í Hlíðarfjalli. Myndin var tekin fyrr í dag og má sjá að það er nægur snjór á svæðinu. Mynd/Akureyri.is

Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska enda má segja að nú sé vor í lofti og að páskaveðrið sé komið með frábæru skíðafæri. Greint er frá þessi á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Opið verður lengur á föstudögum og laugardögum í Fjallinu og á laugardögum í sundið. Þannig verður þetta fram yfir páska. Nýja stólalyftan, Fjallkonan, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. mars, sem auka mun ánægju og bæta upplifun skíðafólks til mikilla muna. Stefnt er að því að opna útiveitingasölu á svæðinu suðvestan við skíðahótelið til að skapa skemmtilegri stemningu fyrir gesti svæðisins.

Afgreiðslutímana má sjá með að smella HÉR

 

Nýjast