Sjö manns bjargað eftir snjóflóð

Frá vettvangi i dag.   Mynd lögreglan
Frá vettvangi i dag. Mynd lögreglan
Lögreglan á Norðulandi skrifar.
 
Eins og við greindum frá eftir hádegið þá fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu kl. 12:27 að snjóflóð hefði fallið á hóp skíðamanna innarlega í Brimnesdal í Ólafsfirði, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Fram kom að þarna væri um 7 manna hóp að ræða og væri allavega einn þeirra talsvert slasaður.
Voru sveitir Landsbjargar frá Siglufirði til Akureyrar ræstar út, lögregla og sjúkraflutningamenn á Tröllaskaga og þá var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri.
 
Mikil snjófljóðahætta á Tröllaskaga og nálægum útivistarsvæðum til fjalla
Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítils háttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst.
Verkefnið gekk vel fyrir sig en aðstæður voru mjög krefjandi sökum úrkomu, snjóblindu og mikillar snjóflóðahættu á svæðinu. Á leið sinni á vettvang sáu viðbragðsaðilar hvar snjóflóð höfðu fallið á nokkrum stöðum í dalnum. Viljum við árétta hér að mikil snjóflóðahætta er á Tröllaskaga og nálægum útivistarsvæðum til fjalla. Nánar um það má finna á vef Veðurstofunnar.
Þökkum við öllum sem komu að þessu verkefni og voru störf þeirra til fyrirmyndar sem endra nær.
Sem fyrr sagði er þessi frétt fengin af Facebooksíðu Lögreglu á Norðurlandi eystra 

Nýjast