Öll sveitarfélög á svæðinu taka þátt í Grænum skref SSNE
SSNE kynnti nú í upphafi ársins verkefni sem snýr að því að aðstoða sveitarfélögin á svæðinu við innleiðingu Grænna skrefa enda ljóst að óþarfi er fyrir hvert og eitt sveitarfélag að finna upp hjólið í innleiðingu umhverfis- og loftslagsstarfi sínu.
Með Grænum skrefum eru verkefni sem geta virst óyfirstíganleg í fyrstu bútuð niður í viðráðanlegar aðgerðir og smám saman byggist upp sterkt umhverfisstarf og umhverfisstjórnunarkerfi innan vinnustaðanna. Græn skref SSNE eru aðlöguð að starfsemi sveitarfélaga á minni stöðum og í dreifðari byggðum, auk þess sem þau taka mið af staðbundnum áherslum í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Mikil áhersla er lögð á að aðstoða sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum, en þær snúa helst að gerð loftslagsstefnu og aðgerðaráætlunar auk þess sem starfsfólk SSNE mun styðja við sveitarfélögin í utanumhaldi á grænu bókhaldi.
Þetta kemur fram á vefsíðu SSNE