Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður
Það er óhætt að segja að veðrið leiki ekki við okkur hér Norðanlands í dag. Etv má segja að lykilorð dagsins séu þessi, þæfingur, snjóþekja eða hálka þegar kemur að færð á vegum, Veðurstofa Íslands boðar okkur svo þetta í gulri viðvörun: Norðan 13-18 m/s og talsverð snjókoma. Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður .
Ófært er til Ólafsfjarðar og mili Akureyrar og Dalvíkur er grenjandi stórhríð og þegar við bætist hálka á vegum svo ökumenn hafa átt í fullu fangi með að halda bílum á veginum segir það sig sjálft að betra er heima setið en afstað farið. Ófært er um Öxnadalsheiði sem og Vatnsskarð.
Fyrir austan Akureyri er ófært yfir Vikuskarð, skafrenningur er til Húsavíkur og ,,hann" er hvass i Kinninni slær i 23 metra i hviðum. Kolófært er í Mývatnssveit.
Það er ekki von til þess að úr rætist fyrr en í nótt þegar vinda lægir og á morgun ætti að verða hið ágætasta verður þannig að líklegra er betra að bíða af sér verðrið sé það mögulegt.