Hrúturinn Lokkur fékk fyrstu verðlaun
Þverárhjón, þau Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir með Eyrúnu Dís yngsta barn þeirra og verðlaunagripinn. Mynd aðsend
Lokkur 22-330 frá Þverá fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig
Verðlaunin voru veitt á aðalfundi FSSÞ sem haldinn var að Ýdölum núverið.
Lokkur var með 24 sláturlömb, fallþungi þeirra reyndist 19,3 kg með 10 fyrir gerð. Búsmeðaltal sláturlamba á Þverá var 17, 2 kg.