Fréttir

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?

Það er fátt sem sameinar okkur eins og þegar íslenskt íþróttafólk stígur inn á stóra sviðið erlendis. Flest þekkjum við tilfinninguna þegar við setjumst saman fyrir framan sjónvarpið, klædd í landsliðstreyju, með hjartað í buxunum og full af stolti. Við hvetjum íþróttafólkið okkar áfram, lifum okkur inn í leikinn. Fögnum þegar vel gengur, syrgjum saman og styðjum okkar fólk – sama hvar það er í heiminum. Við stöndum saman sem þjóð.

Lesa meira

Miðaldra í Mílanó

Æskuvinkonur

Ég er svo heppin að eiga frábærar æskuvinkonur. Saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt. Ég á líka vinkonur frá öðrum tímabilum úr lífinu, bæði úr námi, leik eða störfum. Það er einnig mikilvæg vinátta en byggð á öðrum grunni.

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt drög að samstarfs samningi milli Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi tímabilið 2025-2027

Lesa meira

Jóna atkvæði og ambögur kemur út í sumar

Jóna, atkvæði og ambögur er heiti á bók með vísum og ljóðum Jóns Ingvars Jónssonar sem út kemur hjá Bókaútgáfunni Hólum í sumar.

Lesa meira

Fishrotmálið og Samherji. Hvað dvelur orminn langa?

Þegar ég var ungur var þessarar spurningar um orminn langa oft spurt þegar einhver hafði reynt að telja öðrum trú um að einhvers væri að vænta sem aðrir töldu ósennilegt eða fráleitt. Hún fellur sérlega vel að umfjöllunarefni þessarar greinar.

Lesa meira

Togarajaxlar á ferðinni í Hull og Grimsby

„Ferðin var frá upphafi til enda algjörlega frábær,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleiri gömlum togarajöxlum af ÚA- togurum fór í pílagrímsferð til Hull og Grimsby . „Við sem lögðum upp í þessa pílagrímsför erum alveg í sjöunda himni.“

Lesa meira

Félag eldri borgara á Akureyri Ekki beðið endalaust eftir réttlæti

„Það hefur komið skýrt fram í viðræðum við pólítíska flokka að ekki verður beðið endalaust eftir réttlæti okkur til handa,“ segir í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri nýverið.

Lesa meira

Samsýning norðlenskra listamanna – Mitt rými: Umsóknarfrestur rennur út 9. apríl

„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.

Lesa meira

Rein byggir frístundahúsnæði á Húsavík

Norðurþing og Trésmiðjan Rein undirrita verksamning vegna byggingar á frístundahúsnæði

Lesa meira