Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn
„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.