Félag eldri borgara á Akureyri Ekki beðið endalaust eftir réttlæti

Aðalfundur Félags eldir borgara Akureyri  fagnaði auknum áherslum sem Landsamband eldri borgara hefu…
Aðalfundur Félags eldir borgara Akureyri fagnaði auknum áherslum sem Landsamband eldri borgara hefur lagt á kjara- og húsnæðismál félaga sinna.

„Það hefur komið skýrt fram í viðræðum við pólítíska flokka að ekki verður beðið endalaust eftir réttlæti okkur til handa,“ segir í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri nýverið.

Fundurinn fagnaði þeim auknu áherslum sem Landsamband eldri borgara hefur lagt á kjara- og húsnæðismál félaga sinna. Það hafi komið fram í auknum þrýstingi á stjórnvöld og fundarherferð um landið til að kynna sambandið og fræða fólk um stöðu kjaramála.

Félagið varpar fram nokkrum spurningum eins og hvor sanngjarnt sé að breikka bil milli lágmarkstaxta launafólks og grunnlífeyris sem er í dag kr. 102.000. „Er eðlilegt að skerðingarmörk vegna lífeyristekna sé kr. 36.500 og hafi aðeins hækkað um kr. 11.500 frá 1. janúar 2017.Er eðlilegt að greiðslur frá TR skerðist ef fólk hefur nokkrar krónur í vexti.“

Eldri borgarar hafa sagt nei þetta er ekki eðlilegt og nú virðist sem að ný ríkistjórn hafi hlustað og eru mörg þeirra mála sem eldri borgarar hafa barist fyrir, nú komin í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar segir í ályktun eldri borgara sem skorar á ríkisstjórn að efna loforðin sem allra fyrst en ekki geyma það til loka kjörtímabilsins.

Fundurinn fagnar því sérstaklega að stofna eigi embætti talsmanns eldri borgara.

Nýjast