Pistlar

Skilum góðu búi

Á fundi bæjarráðs í morgun var lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 og verður reikningurinn tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku.

Óhætt er að segja að rekstrarniðurstaða ársins hafi farið fram úr björtustu vonum en mikill viðsnúningur varð á rekstri og var samstæða Akureyrarbæjar rekin með 752 milljón króna tekjuafgangi samanborið við ríflega 1.611 milljón króna rekstrarhalla í árinu 2020. 

Árangur náðist með samvinnu

Í september 2020 tóku allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn ákvörðun um að vinna saman í því flókna verkefni sem við stóðum frammi fyrir vegna áhrifa Covid.  Óvissa í rekstri var algjör á þeim tíma, bæði þegar horft var til tekna og gjalda, miklar hækkanir voru á launum vegna kjarasamninga og fyrir lá að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir m.a. til að draga úr rekstrargjöldum en á sama tíma að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá var ljóst að mikill rekstrarhalli  yrði á árinu 2020 og þörf var á auknum lántökum til að standa undir framkvæmdum. 

Fjárhagsáætlun ársins 2021 tók því mið af þessu ástandi sem ríkti síðla árs 2020.  Lögð var rík áhersla á hagræði í rekstri auk þess sem tekjuspá var varfærin þar sem mikil óvissa var um þróun útsvarstekna.  Mitt í þessum ólgusjó stóðum við líka frammi fyrir því að fylgja eftir ákvörðun okkar um að skila rekstri Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins.  Sú ákvörðun var ekki auðveld og nokkuð umdeild í samfélaginu en sameinuð bæjarstjórn stóð í lappirnar og má glöggt sjá jákvæð áhrif af þeirri ákvörðun í rekstri ársins 2021.

Strax í upphafi árs 2021 lá fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til skiluðu árangur og útsvarstekjur skiluðu sér mun betur en ráð var fyrir gert.  Þrátt fyrir að ljóst væri að tekjur sveitarfélagsins yrðu mun hærri á árinu 2021, en áætlanir gerðu ráð fyrir, var algjör samstaða innan bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri vegferð sem að var stefnt.

Lesa meira

Ég er jafnaðarmaður

Hvað þýðir það?

Lesa meira

Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fólki á öllum aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára háskólanám og kennt við Háskóla Íslands. Námið byggir á félagslegum skilningi á fötlun, margbreytileika og óendanlegu verðmæti hverrar manneskju. Meðal viðfangsefna í náminu eru: Þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, þroskasálfræði, siðfræði, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldur og samvinna, forysta og heildræn þjónusta og mannréttindi.

Lesa meira

Íslenska veðráttan...

...er svolítið eins og íslenska bjartsýnin. Óbilandi og óútreiknanleg

Lesa meira

„Aldrei hafði ég séð slíka dýrð, mig svimaði hreinlega – þvílíkt hús, þvílíkur geimur“

Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa. 

Lesa meira

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.

Lesa meira

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda.

Lesa meira

Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna.

Lesa meira

Allt að gerast!

Akureyri er í stórkostlegu sóknarfæri, nú hafa framsæknir aðilar stofnað flugfélag á Akureyri sem hyggur á reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll en með því myndast svo sannarlega önnur gátt inn í landið.

Lesa meira

Borgin við heimskautsbaug!

Þannig gæti eitt af slagorðum ferðabæklinga framtíðarinnar, þar sem Akureyri er kynnt fyrir væntanlegum ferðamönnum, hljómað.

Lesa meira