Draumur um frelsi
Útvarpsmaðurinn og gleðigjafinn Siggi Gunn rýnir í texta Billy Taylor frá árinu 1963 í laginu I Wish I Knew How It Would Feel to Be Free
Útvarpsmaðurinn og gleðigjafinn Siggi Gunn rýnir í texta Billy Taylor frá árinu 1963 í laginu I Wish I Knew How It Would Feel to Be Free
Það er víst þannig að fáir eru lifandi spámenn í sínu heimalandi. Sem dæmi vilja þjóðverjar lítið kannast við stórhljómsveitina Rammstein, sem syngur oftar en ekki ádeilu á stjórnvöld og heimsmynd sína. Íslendingar voru lengi að meðtaka Sigurrós sem þá hafði farið sigurför um heiminn og komið Íslandi rækilega á kortið og ef horft er enn lengra aftur var sjálfur Albert Einstein gerður brottrækur úr sínu heimalandi fyrir falsvísindi sem samræmdust ekki stefnu þáverandi stjórnvalda. Einstein hélt því m.a. fram að ímyndunaraflið væri mun mikilvægara en vitneskja. Vitneskja væri takmörkuð en ímyndunaraflið bæri mann hringinn í kringum hnöttinn.
Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini
Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir.
Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.
„Borgarstjóri Akureyrar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 þar sem kynnt verður það sem efst er á baugi í skipulagsmálum innan borgarinnar og mun eiga samtal við fundarmenn um framtíðarþróun hennar. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar sínar fyrir fundinn svo upplýsa megi um það sem þeim er ofarlega í huga.”
„Blása meira, blása meira,” sagði Ágústa litla systir þegar við Árni bróðir stóðum uppi á stól við herbergisgluggann og blésum allt hvað af tók á frostrósirnar á rúðunni. Smá saman tókst okkur að mynda ofurlítið gat á frostnu glerinu og fórum að sjá í gegn út á lóð. En þá tók ekki betra við því stórhríðin undanfarna daga hafði safnað í heljarins skafl fyrir sunnan húsið okkar svo ekki sást í það næsta.
Huld Hafliðadóttir skrifar um hve lánsöm við erum að búa við hernaðarlausa menningu á Íslandi
Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni undanfarið, en þar nægir að nefna tjón af völdum snjóflóða, öskufalls, jarðskjálfta og aurflóða.
Þetta er Oddeyrargatan okkar upp úr 1930, ein fallegasta íbúagata Akureyrar þori ég að fullyrða. Fyrir tíma götunnar voru hér beitarlönd ofan við byggðina en sagt er að kýr smábænda á Oddeyri hafi markað götustæði Oddeyrargötunnar þegar þær voru reknar á beit á túnunum þar sem nú er Helgamagrastræti og Þórunnarstræti.