Mannlíf

Kvíaból í Kaldakinn fyrirmyndarbú nautgripabænda

Bændurnir á Kvíabóli hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ á dögunum og tóku þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir á móti verðlaununum.

Lesa meira

VMA - Látið bara vaða!

Emilía Björt Hörpudóttir og Lilja Lind Gunnlaugardóttir eru á fjórðu önn í námi sínu í húsasmíði. Í vetur hafa þær verið í stórum hópi nemenda sem byggir frístundahús frá grunni – ekki eitt heldur tvö. Þær voru að bjástra uppi á svefnlofti í minna frístundahúsinu þegar kíkt var inn í byggingadeildina. Í stærra húsinu er allt á fullu og það komið lengra en oft áður. Bæði nemendur í pípulögnum og rafvirkjun hafa lagt sín lóð á lóðarskálarnar við byggingu og frágang húsanna.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir lyflækningadeild SAk

Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur

Lesa meira

Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.

Lesa meira

Undirbúningur að hefjast vegna Landsmóts skáta að Hömrum sumarið 2026

„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.

Lesa meira

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira

Umferð hópferðabíla um Innbæinn til skoðunar

Umferð hópferðabíla um Innbæinn á Akureyri var til umræðu á fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lagt fram erindi frá Jóhanni Garðari Þorbjörnssyni um það efni.

Lesa meira