Mannlíf

Endurbótum á geðdeild SAk lokið

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og marka þær stórt skerf í átt að bættri þjónustu og umönnun skjólstæðinga sjúkrahússins. Opið hús var á endurbættri geðdeild þar sem samstarfsfólki og gestum gafst færi á að skoða nýja aðstöðu deildarinnar. Hafist var handa við breytingar í byrjun ágúst og er framkvæmdum nú lokið, 10 vikum síðar.

Lesa meira

Póstbox í Hrafnagilshverfi

Póstbox verður sett upp nú í október í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.

Bréfapóstur verður einnig borinn út í póstboxið. Innan skamms fá öll heimili og fyrirtæki á staðnum skráningarbréf í pósti sem fylla þarf út og skila í kassa sem settur verður upp við póstboxið segir í frétt á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk á Græna hattinum

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk  er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum laugardagskvöldið,  26. október kl. 15. Hljómsveitin Djúpilækur fyrir dagskránni.
„Við höfum flutt þessa dagskrá í Hveragerði og áttum þar einstaklega skemmtilega og ljúfa  stund með fólki sem ólst upp við texta Kristjáns og margir kynntust honum líka, en hann bjó í um 10 ár í Hveragerði. Við fundum fyrir sterkri hvatningu að norðan, þangað sem Kristján flutti úr Hveragerði, til að  endurtaka leikinn á Akureyri og við hlökkum mikið til að flytja þessa dagskrá á Græna hattinum. Ég finn vel að tilhlökkunin er gagnkvæm,“ segir Halldór Gunnarsson einn Djúpalæksfélaga.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir færanlega heilsugæslu í Hargeisa í Sómalíu

Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð hefur ákveðið að veita 4 milljóna króna fjárframlag til verkefnisins Færanleg heilsugæsla í Hargeisa í Sómalíu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi stutt við.

Lesa meira

Framkvæmdir við Hrafnagilsskóla

Fyrirhugað er að  ráðast í verulega uppbyggingu Hrafngilsskóla  og hefur Eyjafjarðarsveit óskað eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu.

Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.   Upphaf framkvæmdatíma er 1.4.2025 eða fyrr og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30.04.2026.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með morgundeginum.   Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is. 

Útboðsgögn verða afhent að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang bjóðanda.

Lesa meira

Golfsumarið gekk ótrúlega vel á Jaðarsvelli

„Golfsumarið í ár gekk ótrúlega vel þrátt fyrir kalda byrjun,“ segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.  Spilaðir voru talsvert fleiri  hringir en í fyrra, nýju félagsmönnum fjölgaði umtalsvert á milli ár og  völlurinn er vinsæll meðal ferðafólks. Þá standa yfir framkvæmdir við Jaðar þar sem m.a. er verið að byggja upp nýja inniaðstöðu.

Alls voru spilaðir 23.539 hringir á vellinum frá vori og fram eftir hausti sem er að sögn Steindórs aukning um 400 hringi frá árinu áður.

Lesa meira

Endurbætt húsnæði Aðgerðarstjórnar almannavarna tekið í notkun

Samkvæmt stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum frá árinu 2021 á að vera uppsett stjórnstöð í hverju umdæmi lögreglunnar á landinu til að halda utan um og stýra aðgerðum í almannavarnaástandi sem og þegar önnur samhæfing viðbragðsaðila er þörf.

Lesa meira

Föngulegir gripir á árlegri og hátíðlegri hrútasýningu

Hin árlega hrútasýning Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin hátíðlega nú fyrir skemmstu.  Líkt og fyrri ár fór hún fram á tveimur stöðum en fyrir hádegi var hist í Hriflu og eftir hádegi í Sýrnesi.

Lesa meira

Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni

Nemendur sem nú eru í  8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.

Lesa meira

Kynning á verkefninu Lausu skrúfunni tókst vel

„Lausa skrúfan fer formlega í sölu í febrúar, enda getur það verið erfiður mánuður fyrir þau sem glíma við andlegar áskoranir. Því er sérstaklega mikilvægt að huga að geðinu í myrkrinu og kuldanum sem fylgja vetrarmánuðunum.,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningarmála hjá Grófinni geðrækt.

Lesa meira