Endurbótum á geðdeild SAk lokið
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og marka þær stórt skerf í átt að bættri þjónustu og umönnun skjólstæðinga sjúkrahússins. Opið hús var á endurbættri geðdeild þar sem samstarfsfólki og gestum gafst færi á að skoða nýja aðstöðu deildarinnar. Hafist var handa við breytingar í byrjun ágúst og er framkvæmdum nú lokið, 10 vikum síðar.