Mannlíf

Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík

Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.

Lesa meira

Mikið um að vera á matvælabraut VMA

Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og  nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland.

 

Lesa meira

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi mætast í Hátíðarsal HA á morgun

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) standa fyrir pallborðsumræðum með frambjóðendum í Norðausturkjördæmi á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 12:00 í Hátíðarsal HA. Einnig verður streymt frá viðburðinum á Vísi og YouTube-rás Háskólans á Akureyri fyrir þau sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn.

Lesa meira

Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin

„Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman,“ skrifar Sigrún Steinarsdóttir á facebook síðu Matargjafa á Akureyri og nágrenni. Hún opnaði fyrr í vikunni reikning Matargjafa og vonar að þeir sem áður lögðu henni lið með mánaðarlegu framlagi haldi því áfram, „því án ykkar er þetta ekki hægt.“

Lesa meira

Kvikmynd um Kröflu sigraði á Landkönnunarhátíð á Húsavík

Alls voru níu kvikmyndir sýndar á hátíðinni sem haldin var í 10. sinn

Lesa meira

Oddvitar í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu

Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og vef  Vikublaðsins . Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.

Lesa meira

Metsöfnun Dekurdaga í ár, 6,7 milljónir

Styrkurinn fyrir Dekurdaga árið 2024 var afhentur í Hofi við hátíðlega athöfn á dögunum og var enn og aftur slegið met, því upphæðin hljóðaði upp á kr.  6.700.000!!
Upphæðin safnaðist með þátttökugjöldum fyrirtækja, sölu á bleikri slaufu í staur og almennum styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Að auki voru mörg fyrirtæki með uppákomur þar sem safnað var pening í söfnunina.
Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 16. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, KNÁRL, opnuð í Listasafninu á Akureyri.   Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er tíunda árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

 

Lesa meira

Blað brotið í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Það er óhætt að segja að  brotið hafi verið blað í flugi um Akureyrarflugvöll í morgun,  þegar fyrsta flug  Easy Jet  til Akureyrar frá  Manchester sem er borg í norðvesturhluta Englands   lenti á flugvellinum eftir  tæplega 160 mín flug.

Lesa meira

Plast í Nettó fær nýtt líf í samstarfi við Polynorth

Allt frauðplast í verslun Nettó á Glerártorgi mun nú fá nýtt líf og umbreytast í einangrunarplast til byggingaframkvæmda í samstarfi við plastkubbaverksmiðjuna Polynorth á Óseyri. Verkefnið er liður í stefnu Samkaupa að verða leiðandi í úrgangsstjórnun. Endurnýting á frauðplasti er hluti af því að draga úr úrgangslosun verslana Samkaupa og auka þar flokkunarhlutfall.

 

Lesa meira