Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni
Nemendur sem nú eru í 8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.