Mannlíf

Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni

Nemendur sem nú eru í  8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.

Lesa meira

Kynning á verkefninu Lausu skrúfunni tókst vel

„Lausa skrúfan fer formlega í sölu í febrúar, enda getur það verið erfiður mánuður fyrir þau sem glíma við andlegar áskoranir. Því er sérstaklega mikilvægt að huga að geðinu í myrkrinu og kuldanum sem fylgja vetrarmánuðunum.,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningarmála hjá Grófinni geðrækt.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson stefnir á 1. sæti hjá Viðreisn

Ingvar Þóroddsson tilkynnti um helgina að hann stefni á forystusæti fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Hann sé vel til þess fallinn að tryggja flokknum þingsæti í kjördæminu og tala máli kjósenda í landshlutanum.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi

„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla

Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum

Lesa meira

Vinnu við nýjar kirkjutröppur lýkur senn

Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.

Lesa meira

Öruggara Norðurland eystra

Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.

Lesa meira

Hvernig velja framboðin á lista í Norðausturkjördæmi?

Flest framboðin í Norðausturkjördæmi munu stilla upp á lista sína. Undantekningin er Sjálfstæðisflokkurinn sem velur fimm efstu á kjördæmisþingi og Píratar sem halda prófkjör. Vinsælt er að koma saman í Mývatnssveit til að velja listana.

Lesa meira