Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ nú einnig á Akureyri
Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.