Mannlíf

Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ nú einnig á Akureyri

Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.

Lesa meira

Vantar sárlega íbúðir fyrir eldri borgara- Unnið að stofnun ÍBA+55

„Við erum að eiga við uppsafnaðan vanda, þörfin er æpandi og verði ekki neitt að gert stefnir í algert ófremdarástand innan fárra ára,“ segja þeir Guðmundur Magnússon og Karl Erlendsson sem vinna að því að stofna félagið ÍBA +55, Íbúðarþróunarfélagi Akureyrar. Þeir vinna sameiginlega að verkefninu hjá Drift EA, frumkvöðlasetri í gamla Landsbankahúsinu. Verkefni þeirra var valið inn í Hlunninn sem þýðir að þeir fá margs konar aðstoð við verkefnið og vinnslu þess fram í byrjun sumars.

Lesa meira

Körfuboltaspilandi og kórsyngjandi heimspekingur

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti Félagsvísindadeildar er vísindamanneskja febrúar.

Lesa meira

Sköpuðu dýrmætar minningar á Bessastöðum

Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík á fund forseta

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við neðsta hluta kirkjutrappanna

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að loka neðri hluti kirkjutrappanna næstu daga vegna framkvæmda.

 

Lesa meira

Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

 

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira