Mannlíf

GRÓ Sjávarútvegsskólinn fær góða umsögn í alþjóðlegu mati

GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.

 

Lesa meira

Velheppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar

S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

 

Lesa meira

Sjúkraþjálfun Akureyrar flutti í fyrra í Sunnuhlíð og fagnar 10 ára afmæli í ár

Sjúkraþjálfun Akureyrar fagnar í ár 10 ára afmæli sínu, var stofnuð árið 2015 af þeim Eydísi Valgarðsdóttur, Þóru Guðnýju Baldursdóttur, Guðmundi Daða Kristjánssyni og Tinnu Stefánsdóttur. Stofan var þá staðsett að Tryggvabraut 22 og samnýtti að hluta til aðstöðu með Heilsuþjálfun Davíðs Kristinssonar sem einnig aðstoðaði við stofnun stofunnar. Þann 1.júlí á liðnu ári fékk Sjúkraþjálfun Akureyrar afhenta glænýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands er einnig til húsa. Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.

Lesa meira

Öflugt samstarf manns og hunds

Sleðahundaklúbbur Íslands kynnir starfsemina á Húsavík á sunnudag

Lesa meira

Lausa skrúfan er vitundarvakning um geðheilbrigði og geðrækt

„Verkefnið er fyrst og fremst vitundavakning um geðheilbrigði og geðrækt, sem og fjáröflun,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningamála hjá Grófinni geðrækt, en nú um komandi helgi verður hópur þátttakenda úr Grófinni á Glerártorgi og kynna Lausu skrúfuna.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Listsýning í Þingey

Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.

Lesa meira

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere, næstkomandi laugardag, 15. Febrúar. Sýningin hefst kl. 16.Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere.

 

Lesa meira

Byggðaráð Norðurþings samþykkir bókun um stöðu sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi bókun í ljósi stöðu þeirrar. sem uppi er vegna lokana á flugbrautum á Reykjavikurflugvelli.

Lesa meira

Arctic Therapeutics fær 4 milljarða fjármögnun

Frá stofnun hefur íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics verið í góðu samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA) og er starfseining fyrirtækisins á Akureyri staðsett á háskólasvæðinu. Samstarfið felst meðal annars í því að ATx hefur aðgang að rannsóknaraðstöðu skólans og sú nálægð hefur leitt til fjölmargra rannsókna og verkefna. Stúdentar HA hafa átt þess kost að vinna með ATx í rannsóknarverkefnum og í kjölfarið fengið störf hjá fyrirtækinu. Þá hafa HA og ATx einnig sameinast um að kynna rannsóknir sínar á Vísindavöku, sem hefur gengið gríðarlega vel. Samstarfsyfirlýsing liggur fyrir milli HA og ATx til ársins 2026, sem undirstrikar mikilvægi samstarfsins og framtíðaráforma fyrirtækisins á Akureyri.

 

Lesa meira

Skálabrún og Húsheild/Hyrna kaupa Viðjulund 1

Skálabrún (100% dótturfélag KEA) og Húsheild Hyrna hafa keypt fasteignir og lóð við Viðjulund 1 á Akureyri. Á þeirri lóð hefur verið samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 6.000 fm byggingarmagni og stefnt er að því að þar verði 40-50 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða 5 og 6 hæða. 

Lesa meira