Margir notfæta sér frístundastyrk Akureyrarbæjar
Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.
Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.
Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri
Höfundur: Hörður Þór Benónýsson
Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen
Tónlistarstjórn: Marika Alavere.
Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!
Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.
Vonir standa til að nýr námshópur í matartækni geti hafið nám við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta haust. VMA hefur lengi menntað og útskrifað matartækna, eða í 18 ára og áætlað er að á bilinu 80 til 100 matartæknar hafi verið útskrifaðir á tímabilinu.
Í dag kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um úkraínskt listafólk sem var uppi á árunum 1920-1930 og var beitt grimmilegri kúgun af hendi Sovétríkjanna.
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Kaktus er listhópur sem rekur sitt eigið listarými í Listagilinu á Akureyri. Markmið hópsins er að bjóða upp á fjölbreytta menningarstarfsemi úr ýmsum listgreinum og styðja við grasrót menningar á Akureyri. Frá apríl 2015 hefur Kaktus staðið að yfir 500 listviðburðum. Listamenn víðsvegar að af landinu, sem og erlendis frá, hafa haldið sýningar, tónleika og staðið fyrir fjölbreyttri listsköpun undir merkjum Kaktuss og fjölmargir ungir listamenn stigið þar sín fyrstu spor.
Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi hefur afhent leikskólanum Krummafæti og Kontornum hjálparbúnaðinni LiveVac, en um er að ræða sérhannað lækningatæki til að að losa aðskotahluti úr öndunarvegi hjá bæði fullorðnum og börnum.
Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.