Mannlíf

Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla

Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum

Lesa meira

Vinnu við nýjar kirkjutröppur lýkur senn

Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.

Lesa meira

Öruggara Norðurland eystra

Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.

Lesa meira

Hvernig velja framboðin á lista í Norðausturkjördæmi?

Flest framboðin í Norðausturkjördæmi munu stilla upp á lista sína. Undantekningin er Sjálfstæðisflokkurinn sem velur fimm efstu á kjördæmisþingi og Píratar sem halda prófkjör. Vinsælt er að koma saman í Mývatnssveit til að velja listana.

Lesa meira

Stuðmenn og Gærurnar í Samkomuhúsinu á Húsavík

Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu

Lesa meira

Jens Garðar Helgason býður sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.

Lesa meira

Góð afmælisgjöf til VMA

Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.

Lesa meira

Fulbright Arctic Initiative IV verkefni Tveir prófessorar við HA taka þátt

Prófessorarnir Sigrún Sigurðardóttir í hjúkrunarfræðideild og Rachael Lorna Johnstone í lagadeild tóku ásamt átján öðru framúrskarandi fræðafólki þátt í kynningarviku og vísindaferð  Fulbright Arctic Initiative IV verkefnisins. Hópurinn mun taka þátt í þverfræðilegum rannsóknum á næstu átján mánuðum í fjórða hluta verkefnisins á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira