Mannlíf

Ný vefsíða Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri komin í loftið

Á dögunum fór ný vefsíða Hollvina SAk í loftið í boði Stefnu hugbúnaðarhúss (www.hollvinir.is).

Vefsíðan er einföld í notkun og þar birtast fréttir af því góða starfi sem Hollvinir vinna með því að styrkja og styðja við sjúkrahúsið. Ennfremur er þar hægt að gerast Hollvinur með einföldum hætti og panta minningarkort til styrktar samtökunum. Með nýju vefsíðunni vonast stjórnin til að ná til fleiri félagsmanna og efla starfsemina enn frekar.

Lesa meira

,,Bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið”

Það er mun oftar sem sagðar eru fréttir af ófærð og allskonar veseni veðri tengdu á þessum árstíma.  Staðan er hinsvegar sú núna að það er óhætt að vitna í Stuðmenn og segja ,,Bráðum kemur ekki betri tíð, þvi  betri getur tíðin ekki orðið”

Lesa meira

Fagnað í Grímsey í dag

Fiske-afmælinu er fagnað í Grímsey í dag. Þessi dagur er ávallt stór hátíðarstund og mikilvægur í huga íbúa eyjarinnar. Að vanda munu íbúar fagna deginum með samkomu í félagsheimilinu Múla. Boðið verður upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð kl. 18.00 og skemmtun í framhaldinu. Búist er við að um 30 gestum.

Lesa meira

Merkilegt póstkort fannst í MA

Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934

Lesa meira

Hringborð norðurslóða þéttsetið fulltrúum Háskólans á Akureyri

Háskólinn tók þátt í Arctic Circle Assembly eða Hringborði norðurslóða dagana 17.-19. október síðastliðinn. HA var með glæsilegan hóp fulltrúa sem tók þátt í pallborðum, málstofum, umræðum og fundum ásamt því að kynna HA á bás í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Skólinn tekur mikinn þátt í samstarfi þeirra stofnana hérlendis sem sinna norðurslóðamálum enda eru þær staðsettar að stærstum hluta á háskólasvæðinu. Þá mun HA sameinast Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um áramótin, en sú stofnun hefur verið öflug á sviði norðurslóðarannsókna allt frá stofnun.

Lesa meira

Píludeild Völsungs opnar nýja aðstöðu

Íþróttin hefur sprungið út á síðustu misserum

 

Lesa meira

Perluðu fyrir Rauða Krossinn

Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum. 

Lesa meira

Pharmarctica á Grenivík Viðbótarhúsnæði tekið í notkun

„Þetta verður mikil og jákvæð breyting, aðstaðan er mun rýmri en áður og betri á allan hátt,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica á Grenivík en á morgun laugardag  verður opið hús hjá fyrirtækinu frá kl 14 þar sem gestir og gangandi geta skoða nýja og glæsilega aðstöðu fyrirtækisins við Lundsbraut.

Lesa meira

50 þúsund lyfjaskammtar á Akureyri

Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.

Lesa meira

Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Lesa meira