Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir lyflækningadeild SAk

Frá afhendingu styrksins Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson frá
KDN og þær Þóra Ester Bragadóttir og Sólveig Hulda Valgeirsdóttir frá SAk Mynd sak.is
Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur.
Á móti styrknum tóku f.h. SAk, þær Þóra Ester Bragadóttir og Sólveig Hulda Valgeirsdóttir. Fjármunirnir verða nýttir á stofum fyrir líknandi meðferðir og verða m.a. keyptir hlutir til að bæta aðbúnað fyrir aðstandendaherbergi.
Heimasíða SAk. sagði frá