Mannlíf

Vilji og skilningur á mikilvægi þess að efla list- og verkgreinakennslu í grunnskólum Akureyrar

Grunnskólar Akureyrarbæjar uppfylla jafnaði viðmiðunarstundaskrá þegar kemur að kennslu í list– og verkgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla en í sumum greinanna tekst þó ekki að uppfylla viðmið í öllum árgöngum þrátt fyrir útsjónarsemi og hagræðingu í skólastarfi. Þetta á einna helst við um tónmennt og dans þó smíðar og heimilisfræði hafi einnig verið nefnt. Helsta ástæða þess er skortur á fagmenntuðum kennurum m.a. vegna mikillar samkeppni á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í samantekt fræðslu- og lýðheilsusviðs um kennslu og umgjörð list- og verknáms í grunnskólum á Akureyri og kynnt hefur verið í fræðslu- og lýðheilsuráði. Ráðið mun nú meta stöðuna og mögulega setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Lesa meira

Stuðningur HN við hjartaþræðingar á SAk

Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og  þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.

Lesa meira

Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt litlu jólin í gær. „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.

Lesa meira

Metnaðarfull uppbygging fyrirhuguð að Hrauni í Öxnadal

Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar sem þar fæddist. Staðurinn skipar stóran sess í huga þjóðarinnar sem fæðingarstaður hans og vegna einstakar náttúrufegurðar með Hraundrangann sem höfuðtákn.  Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti.

Lesa meira

Jólastemmning á Minjasafni

Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús.

Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti.

Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu.

Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember.

Lesa meira

Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.

Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):

  1. sæti: Eyrún Lilja Aradóttir með verkið Að drepa ömmu 101
  2. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Ég get ekki talað um hafið á ensku
  3. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Völundarhús væntinga

Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.

Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Lesa meira

„Það er greinilega þörf á þessu“

Frískápurinn á Húsavík slær í gegn

Lesa meira

Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningarsjóði KEA í 90 skipti

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar á Listasafni

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 2. desember kl. 15,  annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar.

Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk, þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.

Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign

Hin sýningin varð til þannig að safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu.

Lesa meira

Agnes og Ólöf Norðurljósin 2023

Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar 

Lesa meira