Hoppsa Bomm í Kjarna-Sleðabrekkan tilbúin
Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.
Fréttin er svona:
Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.
Fréttin er svona:
Jólin heima.
Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er jólahald fyrr eða nú.
Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt í Akureyrar og Glerárkirkju. Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.
Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag. Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi og á gönguskíðum. Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.
Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær.
Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!
Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.
Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.
Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.
Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.
Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.
Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.
Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.
Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.
Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.
Jólakveðjur
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands
Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja. Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.
Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti. Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.
Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.
,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag. Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur.
Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember. Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“
Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og blokki barnabóka.
Skáldsögur:
Barnabækur:
Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.