Mannlíf

88 brautskráðust frá VMA

Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.

Lesa meira

Jólaprjónið í ár -Rætt við Kolbrúnu Jónsdóttur um prjónaskap

Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.

Lesa meira

Yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít

Hvít jól, rauð jól,  þessi hugsun er  rík meðal fólks á þessum árstíma.   Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason,  Ströndung og veðurfræðing  á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Um 500 umsóknir um aðstoð úr Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis

„Þetta verður mesta jólaúthlutun okkar frá upphafi,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Rúmlega 500 umsóknir bárust um úthlutun í ár, heldur meira en var fyrir síðustu jól. Að auki verður sú upphæð sem hver og einn fær hækkuð sem þýðir að sjóðurinn þarf að safna meira fé en áður. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Lesa meira

Félagar í Búsögu gera upp gömul útihús í Saurbæ

„Við stefnum á að opna sýningu í Saurbæ á næsta ári,“ segir Sigurður Steingrímsson formaður Búsögu, búnaðarsögusafns sem er félag áhugafólks um söfnun og varðveislu dráttarvéla og annarra tækja sem tilheyra búnaðarsögunni. Félagsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að gera upp gömul útihús við Saurbæ í Eyjafjarðarsveit , m.a. fjárhús í því skyni að koma þar fyrir gömlum dráttarvélum til sýnis. Unnið var að kappi um liðna helgi að koma dráttarvélunum inn í nýja sýningarsalinn og létu sjálfboðaliðar hörkufrost ekki hafa mikil áhrif á vinnugleðina.

Lesa meira

Samstarfssamningur Þórs/KA og Greifans og samið við leikmenn

Pennar voru á lofti á Greifanum í gærkvöldi þegar stjórn kvennaráðs Þór/KA og Arinbjörn Þórarinsson fyrir hönd Greifans skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára.  Við þetta sama tilefni framlengdu þrír leikmenn Þór/KA samninga sína við liðið.

Lesa meira

70 ár frá því að fyrstu sjúklingarnir innrituðust á Sjúkrahúsið á Akureyri

Fimm árum eftir að sjúkrahúsbyggingin var fullgerð komu fyrstu sjúklingarnir í hús.
Lesa meira

Aðventugöngu Einars Skúlasonar lýkur í dag

Einar Skúlason göngugarpur sem er að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar er væntanlegur á bæjarins í dag fimmtudag.   Reiknað er með að hann verði við Leirunesti um kl.18:00.  Þar verður hægt að taka á móti Einari og ganga með honum að Ráðhústorgi þar sem göngunni lýkur. 

Óhætt er að segja að vel hafi tekist og Einar klárar  í dag þessa 270 km sem leiðin er.

Eins og fram hefur komið er gangan  til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og hefur söfnun henni samhliða gengið mjög vel.

Fyrir fólk sem vill leggja söfnun þessari lið koma hér upplýsingar:

Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: rn:0302-13-301557  kt:520281-0109

 

Lesa meira

Vonast til að opna skíðasvæðið í Hlíðarfalli í lok næstu viku

Síðastliðna mánuði hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að undirbúa vetraropnun og stefnan verið sett á opnun föstudaginn 15. desember eða fyrr ef aðstæður leyfa. Því miður hefur vetur konungur látið lítið á sér bera og þrátt fyrir kulda, er ljóst að töluvert meiri snjó þarf til þess að opna fjallið. Eftir að hafa farið vandlega yfir aðstæður og horfur næstu daga þá sjáum við okkur ekki annað fært en að seinka opnun um viku, eða til föstudagsins 22.desember. Með þessu vonumst við til þess að geta framleitt meiri snjó og að sjálfsögðu að náttúran vinni með okkur og við fáum hvíta gullið sem fyrst í fjallið 

Lesa meira

Færist fjör í leikinn

Samkvæmt  upplýsingum sem telja má mjög áreiðanlegar opnar verslunin  Blush á Glerártorgi fljótlega á nýju ári. 

Lesa meira