Ánægja með gott Listasumar 2024

Mynd: Akureyri.is/Almar Alfreðsson
Mynd: Akureyri.is/Almar Alfreðsson

Mikil og góð stemning var í Listagilinu síðasta laugardag þegar þar var haldið hið svokallaða Karnivala eða lokahátíð Listasumars 2024. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar en þar má sjá fleiri myndir.

Meðal þess sem boðið var upp á var að lúðrasveit lék nokkur lög, Anna Richards framdi gjörning, boðið var upp á andlitsmálningu, lista- og handverksmarkað og candy floss.

Það voru starfandi listamenn í Listagilinu sem stóðu að Karnivala frá kl. 14-17.

Klukkan 17 var síðan boðið upp á ókeypis tónleika í tónleikaröðinni Mysingur portinu á bak við Listasafnið. Þar komu fram tónlistarkonan REA frá Sviss og Henrik Björnsson í eins manns hljómsveitinni The Cult Of One.

Nýjast