Leiklistarskóli Draumaleikhússins auglýsir fyrstu námskeiðin
Fyrsta námskeið í nýstofnuðum leiklistarskóla Draumaleikhússins er komið í skráningu. Draumaleikhúsið stefnir að fjölbreyttum námskeiðum en fyrst um sinn verður boðið upp á námskeið i leiklist fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Stefnt er að því að vera með fjölbreytt námskeið sem tengist leiklist, framleiðslu og framkomu. Þar mætti nefna einnig leiklistarnámskeið fyrir 67 ára og eldri, framkomunámskeið og námskeið í kvikmyndaleik- og gerð.
Áhersla fyrsta námskeiðs, sem fer af stað 15. september og er fyrir aldurinn 16-25 ára, verður snert á ýmsum leikstílum, einbeiting á líkama og rödd en einnig að byggja upp sjálfið. Námskeiðið stendur í 12 vikur einu sinni í viku en síðustu tvær vikurnar eru fleiri skipti og endar svo á leiksýningu. Kennari er Pétur Guðjónsson og honum til aðstoðar er Eden B.Hróa. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna. Um krefjandi en skemmtilegt námskeið verður að ræða sem kennt verður á sunnudögum.
Að Leiklistarskóla Draumaleikhússins standa Pétur Guðjónsson og Kristján Blær Sigurðsson. Verkefnið er stutt af SSNE en einnig hefur Akureyrarakademían veitt vinnuaðstöðu sem úthlutað var í frumkvöðlaverkefni, sem er samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar
Nánari upplýsingar og skráning er á draumaleikhusid.is