20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Hefði vafalaust verið greindur ofvirkur ef það hefði tíðkast þá“
Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn. Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum. „Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“