Mannlíf
24.05
Egill Páll Egilsson
Eins og komið hefur fram í fyrri þáttum af Með mold undir nöglunum er ræktun pottablóma mitt helsta áhugamál í dag; og í rauninni allt sem viðkemur ræktun. Ég hef alið með mér þann draum lengi að vera með sjálfbært heimili er viðkemur grænmeti og ávöxtum. Markmiðið er að rækta allt mitt grænmeti sjálfur og jafnframt einhverjar tegundir af berjum. Nú er ég líka að fara flytja og á nýja heimilinu verður gróðurhús og berjagarðar. Ég gæti ekki hlakkað meira til.
Lesa meira
Mannlíf
23.05
Egill Páll Egilsson
Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS) í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Á 32 veiðidögum fiskaðist 5650 tonn upp úr sjó; 1245 tonn frosið og 160 tonn af mjöli. Þetta er nýtt met á skipið. Auk þess er Sigurgeir ræðismaður Íslands á NS síðan 2003.
Sigurgeir er búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi. „Þar eigum við líka þrjú barnabörn. Eitt barnabarnanna okkar á Íslandi, lítil dama sem heitir Hrefna Margrét, fæddist í janúar í fyrra og vegna COVID höfum við ekki enn komist að heimsækja hana sem er afskaplega erfitt,“ segir Sigurgeir.
Sigurgeir hefur starfað við sjómennsku alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann var framkvæmdastjóri hampiðju í Ástralíu í nokkur ár. „Þrátt fyrir að mér líkaði vel við það starf, togaði sjórinn alltaf í mig og ég fór aftur út á sjó,“ segir Sigurgeir en sjómennskuferillinn hófst í róðrum með föður hans og afa á Húsavík. „Það má segja að ég hafi byrjað með afa mínum Hólmgeiri Arnarsyni frá Grund í Flatey á Skjálfanda á lítilli 6 metra langri trillu sem hann átti. Við rerum á handfæri en einnig fórum við stundum með línustokka og á vorin fór ég annað slagið með honum að vitja um grásleppunet,“ útskýrir Sigurgeir.
Lesa meira
Mannlíf
23.05
Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður, búsett á Akureyri og starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún er frá Laugum í Reykjadal og bjó þar til 11 ára aldurs en ólst upp að hluta til á Akureyri. Rakel er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -Hvernig lá leiðin í fjölmiðlabransann Rakel? "Það var ekki alveg bein leið. Eg var spennt fyrir fjölmiðlum þegar ég var yngri, fór í fjölmiðlavalgrein í 10. bekk og fannst það mjög gaman. Í Menntaskólanum missti ég af starfskynningarferð til Reykjavíkur vegna fótbolta og þurfti sjálf að skipuleggja starfskynningu í staðinn á Akureyri. Ég heimsótti fjölmiðlana á svæðinu og sérstaklega var heimsóknin í RÚV eftirminnileg. Það byrjaði allt svona frekar rólega en þróaðist svo út í það að ég fékk að fara með Karli Eskil að sækja glænýja frétt út á Dalvík, þar sem við hentumst í það að fjalla um mikið hitamál sem tengdist grunnskólunum. Spennan og tilfinningarnar sem streymdu frá viðmælendum Kalla hrifu mig algjörlega með, en ég fékk að halda á hljóðnema og fannst ég algjörlega með þarna í fréttaliðinu. Löngu seinna, eftir framhaldsnám í USA í grafískri hönnun, varð röð atvika til þess að ég fékk vinnu á N4 og hef verið þar í þrjú ár, tvö í dagskrárgerð. Það er svo bara skemmtilegur bónus að fá að vinna með Kalla aftur eftir öll þessi ár!
Lesa meira
Mannlíf
17.05
Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson er menntaður í alþjóðaviskiptum frá University of Denver og hefur verið búsettur í borginni undanfarin ár. Hann rekur námskeiðs- og ráðgjafafyrirtækið Unforgettable Performance í Denver ásamt því að vinna töluvert heima á Íslandi og starfar m.a. fyrir sum af stærstu fyrirtækjum í heimi á borð við Microsoft. Vikublaðið setti sig í samband við Sverri og ræddi við hann um lífið og tilveruna. „Stór hluti af mínu starfi er að fara inn í fyrirtækin og hjálpa þeim að breyta menningu og aðferðum til þess að ná betri árangri í mannlega þætti rekstursins,“ segir Sverrir sem kom fyrst til Denver árið 1992. „Í upphafi kom ég hingað til að læra ensku þar sem ég átti alltaf erfitt með hana í skólanum heima. Ég stefndi alltaf að því að fara í háskóla í Bandaríkjunum og varð því að ná góðum tökum á tungumálinu. Eftir nám kom ég heim til Íslands og starfaði þar sem stjórnandi í nokkrum fyrirtækjum þar til ég stofnaði mitt eigið námskeiðs- og ráðgjafafyrirtæki árið 2005. Ég hef verið í þeim bransa síðan og finnst ég vera í besta starfi í heimi,“ segir Sverrir.
Lesa meira
Mannlíf
15.05
Egill Páll Egilsson
Um helgina fara fram þrennir tónleikar á Norðurlandi með Kammerkór Norðurlands en þeir fyrstu fóru fram í gærkvöldi í Siglufjarðarkirkju
Lesa meira
Mannlíf
10.05
Egill Páll Egilsson
Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni.
Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim.
Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.
Lesa meira