Ásdís Sæmundsdóttir sér um matarkrók
Ásdís Sæmundsdóttir sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með nokkrar úrvals uppskriftir.
Kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
1 paprika, skorin í teninga
1 laukur, skorinn í teninga
1 msk engifer, rifið
2 -3 msk rautt karrýmauk (ég notaði Blue dragon red curry paste)
2 dósir kókosmjólk (ég notaði Blue dragon coconut milk)
500 ml kjúklingakraftur (3 kjúklingateningar leystir upp í 500 ml heitu vatni)
2 msk fiskisósa (ég notaði Blue dragon fish sauce)
2 msk púðusykur
2 msk hnetusmjör
1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)
3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu
1 límóna
Til skrauts
Saxaðar salthnetur
Límónusneiðar
Kóríander
Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)
Aðferð:
- Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.
- Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.
- Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.
- Setjið súpuna í skálar og toppið með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, límónusneiðum og jafnvel kóríander.
Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi
4 egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
1 dl hveiti
Aðferð:
Egg og sykur þeytt saman. Smjör og súkkulaði brætt saman og blandað við eggjahræruna. Hveiti blandað saman við hræruna.
Krem
12 fílakaramellur
1 dl rjómi
Rjómi og karamellur brædd saman og hellt yfir kalda kökuna. Svaka gott með rjóma. Gott kaffi er ómissandi með kökunni J
Ég skora á Lúðvík Frey Sæmundsson í næsta matarkrók.