Ásdís Sæmundsdóttir sér um matarkrók

Ásdís Sæmundsdóttir
Ásdís Sæmundsdóttir

Ásdís Sæmundsdóttir sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með nokkrar úrvals uppskriftir.

 

Kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý                                 
1 paprika, skorin í teninga
1 laukur, skorinn í teninga
1 msk engifer, rifið
2 -3 msk rautt karrýmauk (ég notaði Blue dragon red curry paste)
2 dósir kókosmjólk (ég notaði Blue dragon coconut milk)
500 ml kjúklingakraftur (3 kjúklingateningar leystir upp í 500 ml heitu vatni)
2 msk fiskisósa (ég notaði Blue dragon fish sauce)
2 msk púðusykur
2 msk hnetusmjör
1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)
3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu
1 límóna

Til skrauts
Saxaðar salthnetur
Límónusneiðar
Kóríander
Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)

Aðferð:

  1. Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.
  2. Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.
  3. Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.
  4. Setjið súpuna í skálar og toppið með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, límónusneiðum og jafnvel kóríander.

 Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi   

4 egg

2 dl sykur

200 gr smjör

200 gr suðusúkkulaði

1 dl hveiti

Aðferð:

Egg og sykur þeytt saman. Smjör og súkkulaði brætt saman og blandað við eggjahræruna. Hveiti blandað saman við hræruna.

Krem

12 fílakaramellur

1 dl rjómi

Rjómi og karamellur brædd saman og hellt yfir kalda kökuna. Svaka gott með rjóma. Gott kaffi er ómissandi með kökunni J

 

Ég skora á Lúðvík Frey Sæmundsson í næsta matarkrók. 

Nýjast