Íþróttir
16.12
Akureyrska knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa spilað með landsliðinu í 13 ár. Hún er þó hvergi nærri hætt í boltanum. Rakel verður 32 árs gömul núna í desember og á að baki 103 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008. Hún spilar með Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna en hefur einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Þór/KA, Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading á ferlinum. Rakel Hönnudóttir er Íþróttamaður vikunnar og situr fyrir svörum...
Lesa meira
Íþróttir
08.12
Egill Páll Egilsson
Tamas Kaposi er 29 ára gamall ungverskur blakmaður sem ráðinn var sem þjálfari blakdeildar Völsungs í sumar. Hann hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur orðið ungverskur meistari með sínu félagsliði nokkrum sinnum bæði sem leikmaður og þjálfari og á að baki leiki með ungverska landsliðinu. Hann kemur frá Sümeg í Ungverjalandi sem er þekktur ferðamannabær. Það er stór kastali sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum,“ segir hann. Tamas er íþróttamaður vikunnar.
Lesa meira
Íþróttir
15.11
Egill Páll Egilsson
Tjörnesingurinn Heiðar Hrafn Halldórsson hefur verið áberandi í hlaupasenu Húsavíkur um all nokkurt skeið en hann er ein af aðalsprautunum í Hlaupahópnum Skokka þar í bæ en hann byrjaði að æfa hlaup árið 2009. Hann hefur líka farið fyrir almenningsíþróttadeild Völsungs og haldið fjölda fyrirlestra um hlaup og heilbrigðan lífsstíl. Þá var hann valinn íþróttamaður Völsungs árið 2019. Almenningsíþróttir hafa spilað lykilhlutverk við að bæta geðheilsu bæjarbúa í Covid-19 faraldrinum og því við hæfi að Heiðar Hrafn sé íþróttamaður Vikunnar. Heiðar Hrafn segir að hlauðasportið hafi óvart orðið fyrir valinu. „Fann mig aldrei til fullnustu í hópíþróttum á unglingsaldri og þurfti svo í kjölfarið eitthvað nýtt inn í líf mitt til þess að halda grunnþreki. Kunni strax vel hlaupasportið þar sem árangur og ástundun er algjörlega undir manni sjálfum komið. Útiveran gaf ósvikna vellíðan og maður fór að upplifa umhverfið í kringum sig á annan hátt.“
Lesa meira
Íþróttir
25.10
Þar sem mestallt íþróttalíf liggur niðri vegna samkomutakmarkana dustum við rykið af dálknum Íþróttamaður vikunnar og nú er það Oddur Gretarsson handboltamaður sem situr fyrir svörum. Hann var nýlega valinn í landsliðið á nýjan leik en hann spilaði síðast með liðinu á EM í Serbíu árið 2012. Oddur spilar með HBW Balingen-Weilstettan í Þýskalandi en lék með Akureyri Handboltafélagi um árabil áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Oddur er Íþróttamaður vikunnar og svarar hér nokkrum..
Lesa meira
Íþróttir
24.08
Egill Páll Egilsson
Völsungar urðu íslandsmeistarar í 8 manna fótbolta í 4. flokki drengja á dögunum eftir glæsilega úrslitakeppni í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem liðið vann alla þrjá leiki sína.
Áður höfðu Völsungar unnið Norðurlands-riðilinn.
Þjálfari liðsins er Sasha Romero leikmaður meistaraflokks Völsungs
Lesa meira
Íþróttir
23.08
Egill Páll Egilsson
„Við þurftum að horfast í augu við að það voru 13 heimaleikir eftir þegar áhorfendabannið var sett á þannig að það er á bilinu 2,5 – 3 milljónir sem við erum að missa þar í tekjur.“
Lesa meira
Íþróttir
01.08
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er nú á hringferð um landið og heldur fimleikasýningar víðsvegar um landið. Á sunnudag var fimleikahópurinn staddur á Húsavík og bauð til sannkallaðrar veislu fyrir skilningarvitin í íþróttahöllinni.
Lesa meira