Íslandsmeistaratitillinn til Húsavíkur

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Völsunga í blaki. Mynd/aðsend
Nýkrýndir Íslandsmeistarar Völsunga í blaki. Mynd/aðsend

Völsungur varð Íslands-meistari í 1. deild kvenna í blaki í gær eftir öruggan sigur á FB á Siglufirði

Völsungur sigraði fyrri leikinn sem fram fór á Húsavík sl. mánudag.

Eins og kemur fram á vef Blakfrétta var strax ljóst að Völsungur ætlaði sér aðklára dæmið. „Gestirnir frá Húsavík áttu ótrúlegan kafla í upphafi leiks og náðu 0-14 forystu í fyrstu hrinu. BF lagaði stöðuna örlítið þegar leið á hrinuna en Völsungur vann auðveldlega, 10-25. BF náði að hanga betur í Völsungi í annarri hrinu en engu að síður vann Völsungur sannfærandi, 20-25, og leiddi 0-2 í leiknum.

Nokkuð jafnara var í þriðju hrinunni en Völsungur var skrefinu á undan. Það var svo um miðja hrinuna sem Völsungur stakk af og náði mest 9 stiga forystu áður en BF minnkaði muninn lítillega. Völsungur átti ekki í vandræðum með eftirleikinn og vann hrinuna 16-25, og leikinn þar með 0-3. Völsungur tryggði sér því annan sigurinn í úrslitunum og er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna árið 2021. Frábær árangur hjá ungu liði Völsungs sem hlýtur að horfa til Mizunodeildarinnar fyrir næsta tímabil.“

Vikublaðið óskar Völsungum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

 

Nýjast