Íþróttir
30.12
Egill Páll Egilsson
Sex ungmenni frá Skíðafélagi Akureyrar lögðu land undir fót og héldu áleiðis til Noregs í æfingaferð til Noregs
Lesa meira
Íþróttir
01.11
Egill Páll Egilsson
Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu.
Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira
Íþróttir
29.10
Egill Páll Egilsson
Norðurlandsmótið í Boccia, fór fram á Akureyri um liðna helgi
Lesa meira
Íþróttir
28.10
Egill Páll Egilsson
Ellen Lind Ísaksdóttir gerði sér lítið fyrir og vann titilinn þriðja árið í röð
Lesa meira
Íþróttir
20.10
Egill Páll Egilsson
U17 ára landslið Íslands í blaki með margar norðlenskar stúlkur innanborðs gerði sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja.
Lesa meira
Íþróttir
11.10
Egill Páll Egilsson
Aldís Kara Bergsdóttir tryggði sér um helgina sæti á Evrópumeistaramótinu á listskautum, fyrst íslenskra skautara
Lesa meira
Íþróttir
03.10
Egill Páll Egilsson
Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor.
„Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“
En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði
„Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira
Íþróttir
02.10
Egill Páll Egilsson
KA/Þór er þrefaldur meistari í handknattleik árið 2021 eftir öruggan sigur gegn Fram 26:20 í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna, Coca Cola-bikarnum, á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.
Lesa meira
Íþróttir
02.10
Egill Páll Egilsson
Íslands- og deildarmeistarar KA/Þórs mæta ríkjandi bikarmeisturum Fram í bikarúrslitaleik í kvennaflokki í handbolta í dag klukkan 13:30. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Lesa meira
Íþróttir
02.10
Egill Páll Egilsson
Iðunn Bjarnadóttir frá Húsavík er hestakona af guðsnáð enda alin upp í Saltvík þar sem rekin er hestamennskutengd ferðaþjónusta. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nýrri reiðkeppni sem skipulögð var af Landssambandi Hestamanna (LH). Keppnin fólst í fjögurra daga reið yfir Kjöl. Það er skemmst frá því að segja að Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Vikublaðið tók þessa ungu hestakonu tali.
Lesa meira