Íþróttir

Völsungar stefna á bikarævintýri

„Það er bikarævintýri í uppsiglingu,“ segir Græni herinn, stuðningsmannaklúbbur Völsungs. Völsungar báru sigurorð af Tindastóli á Sauðárkróki sl. föstudag í Mjólkurbikarnum. Lokatölur urðu 0-2 með mörkum frá Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni og nýliðanum Santiago Feuillassier. Santiago staðfesti félagaskipti sín til Völsungs á síðasta degi vetrar.
Lesa meira

Fyrsta hnefaleikamót Þórs

Lesa meira

Völsungar fá liðsstyrk

Penninn var á lofti í vallarhúsi Völsungs á Húsavík um liðna helgi þar sem þrír leikmenn skrifuðu undir samning við Völsung og munu leika með kvennaliðinu í fótbolta á komandi leiktíð. Leikmennirnir sem umræðir eru Sylvía Lind Henrýsdóttir, Ólöf Rún Rúnarsdóttir og Sarah Elnicky.
Lesa meira

Þrír leikmenn sömdu við Þór/KA

Lesa meira

Völsungur í undanúrslit Kjörísbikarsins

Völsungur tryggði sér á laugardag sæti í undanúrslitum Kjöríssbikars kvenna í blaki með sigri í dramatískum leik á móti Álftanesi. Heimastúlkur byrjuðu af krafti og unnu fyrstu tvær hrinurnar 26-24. Álftanes unnu svo næstu tvær hrinur (12-25 og 20-25). Í oddahrinunni var jafnt á nær öllum tölum en í stöðunni 13-13 átti Álftanes tvö misheppnuð smöss í röð og þar með tryggði Völsungur sér verðskuldaðan sigur í leiknum, 3-2!
Lesa meira

Völsungar töpuðu naumlega á heimavelli

Blaklið Völsungs mátti þola sinn fyrsta ósigur á tímabilinu þegar lið Álftaness B kom sá og sigraði í íþróttahöllinni á Húsavík í 1. deild kvenna í blaki.
Lesa meira

Viktor og Aldís Kara eru íþróttafólk Akureyrar 2020

Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar 2020

Tilkynnt verður á miðvikudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020.
Lesa meira

„Mikill heiður að vera fyrirliði liðsins“

Arnór Þór Gunnarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta á HM í kvöld en Ísland mætirþá Marakkó. Framundan eru svo leikir gegn Sviss, Frakklandi og Noregi í milliriðli. Arnór er fyrirliði liðsins á mótinu en hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins. Arnór, sem er uppalinn Akureyringur og Þórsari, leikur með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira

Ævintýri og lífsreynsla í Svíþjóð

Sunna Björgvinsdóttir var nýverið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með góðum árangri. Sunna var valin í landslið Íslands sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Þar var Sunna ein af lykilkonum liðsins og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun. „Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans,“ segir í umsögn um Sunnu á vef Íshokkísambandsins. Sunna er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira