Þórsarar áttu aldrei séns gegn KR

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 12 stig gegn KR, en það dugði skammt. Mynd: Þór TV
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 12 stig gegn KR, en það dugði skammt. Mynd: Þór TV

Þórsarar fengu skell þegar þeir heimsóttu KR í Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöld.

Ekkert gekk upp hjá Þórsliðinu í fyrri hálfleik, hvorki í vörn né sókn. Staðan í leikhléi var 52-28 KR í vil og þegar orðið á brattan að sækja fyrir Akureyringana.

Þórsarar áttu aldrei séns en sýndu þó karakter og gáfust aldrei upp. Þeir unnu fjórða leikhlutann 15-35 og minnkuðu þannig muninn í ellefu stig. Lokatölur urðu 97-86 fyrir KR.

Stigaskor Þórs: Danero Thomas 28, Darrel Lewis 24/11 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 12, Ragnar Helgi Friðriksson 11, Sindri Davíðsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Einar Ómar Eyjólfsson 2.

Stigaskor KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 20, Snorri Hrafnkelsson 18, Brynjar Þór Björnsson 17, Cedrick Taylor 17/15 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 12, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 2.

Staðan í deildinni:

                                                                    L      U     J       T          Mörk                                    Stig
1 Stjarnan 5 5 0 0 457:356 10
2 KR 6 5 0 1 541:453 10
3 Grindavík 6 4 0 2 488:504 8
4 Tindastóll 6 4 0 2 533:478 8
5 Þór Þ. 5 4 0 1 427:381 8
6 Keflavík 6 3 0 3 524:496 6
7 Njarðvík 6 2 0 4 518:540 4
8 ÍR 5 2 0 3 384:369 4
9 Þór Ak 6 2 0 4 524:550 4


Nýjast