Fimm handteknir í aðgerð lögreglu og sérsveitar rikislögreglustjóra í Glerárhverfi
Fimm aðilar voru handteknir í Glerárhverfi í viðamikilli aðgerð lögreglunar á Akureyri sem naut stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra nú síðdegis.
Í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar kemur þetta fram.:
,,Lögreglan á Norðurlandi eystra ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra voru rétt í þessu að ljúka aðgerðum Í Glerárhverfi á Akureyri þar sem 5 aðilar voru handteknir í heimahúsi.
Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.
Lögreglan vopnaðist og var nærliggjandi götum lokað á meðan ástand var tryggt. Vakthafandi lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir út og stýrðu þeir handtökum á vettvangi.
Málið er á frumstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli."