Julia Bonet og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024

Julia Bonet Carreras og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024    Mynd  ka.is
Julia Bonet Carreras og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024 Mynd ka.is
Þau Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA og Alex Cambray lyftingadeild  KA voru i dag  útnefnd sem íþróttakona  og karl KA fyrir  árið 2024.

Í rökstuðningi  með kjörinu segir:

Julia Bonet Carreras er afar mikilvægur leikmaður fyrir KA sem varð Deildar- og Íslandsmeistari árið 2024 en hún er kantsmassari sem skilar mörgum boltum beint í gólf hjá andstæðingunum.

Hún var í liði ársins í úrvalsdeild hjá Blaksambandinu og var valin besti erlendi leikmaðurinn í deildinni sem sýnir hve mögnuð hún er. Julia er jákvæð, hvetjandi og góður liðsfélagi sem okkar ungu og efnilegu stúlkur líta upp til.

Alex Cambray átti afbragðs ár í sinni íþrótt, kraftlyftingum. Hann setti nokkur Íslandsmet, náði fremsta árangri allra karlkyns keppanda á alþjóðamótum, ásamt því að hafa sigrað á öllum innlendum mót ársins í búnaði óháð þyngdarflokki. 

Alex var í árslok skráður sem fjórtándi öflugasti lyftari ársins á heimslista alþjóða kraftlyftingasambandsins (IPF) og í 7. sæti á styrkleikalista Evrópskra lyftingasambandsins (EPF).

 

Nýjast