Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir

Allir með hefst á sunndaginn 6. oktober n.k.
Allir með hefst á sunndaginn 6. oktober n.k.

KA og Þór verða í vetur með æfingar fyrir 6 - 16 ára börn og unglinga með sérþarfir, æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Naustaskóla  og hefjast þær n.k. sunnudag  kl 11.

Þessar æfingar eru hugsaðar  fyrir börn og unglinga sem þurfa meiri stuðning, eða hentar betur að vera í fámennari hópum og hafa meira aðgengi að fleiri þjálfurum á æfingum. 

Æfingarnar fylgja markmiðum verkefnisins sem er ALLIR MEÐ en þar er stefnt  að því m.a. að öll börn og unglingar eigi þess kost að taka þátt í að stunda íþróttir í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir  með viðeigandi aðlögun.  Einnig að allir eigi að hafa kost á þvi að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap.

Nánari upplysingar gefa  íþróttafulltrúar Þórs  og KA þau Linda  Guðmundsdóttir  í netfanginu  linda@thorsport.is og Siguróli Magni  Sigurðsson í netfanginu siguroli@ka.is 

www.allirmed.com

Nýjast