Þór/KA semur við sex leikmenn

F.v: Halldór Jón Sigurðsson þjálfari, Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Sara Mjöll Jóhan…
F.v: Halldór Jón Sigurðsson þjálfari, Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og Rut Matthíasdóttir. Myndin er fengin af heimasíðu Þórs.

Í gærskrifuðu sex leikmenn undir samninga við Þór/KA, samninga sem allir gilda til tveggja ára.

Þetta eru Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Rut Matthíasdóttir og Sara Mjöll Jóhannsdóttir. 

Allt eru þetta leikmenn sem koma úr smiðju yngri flokka Þórs og KA þykja allar afar efnilegir leikmenn með þó mismikla reynslu að baki með meistaraflokki. Reynsluboltarnir í þessum hópi þrátt fyrir ungan aldur eru þær Andrea Mist, Anna Rakel og Lillý Rut. 

Andrea Mist Pálsdóttir 18 ára sóknarmaður. Andrea Mist steig sín fyrstu spor með meistaraflokki sumarið 2014 þá 16 ára gömul. Leikirnir með Þór/KA í deild og bikar eru orðnir 48 og mörkin 7.  Andrea Mist hefur spilað með yngri landsliðum alls 25 leiki og skorað 3 mörk. Með U17 eru leikirnir 20 og mörkin 2 og með U19 er leikirnir 5 og eitt mark.

Lillý Rut Hlynsdóttir 19 ára varnarmaður. Lillý spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Þór/KA í Pepsídeildinni aðeins 15 ára gömul árið 2012. Alls eru leikirnir orðnir 91 og mörkin 8. Lillý Rut á 34 landsleiki að baki þ.e. 3 með U16, 17 með U17 og 14 með U19 og mörkin eru 5. 

Anna Rakel Pétursdóttir 18 ára sóknarmaður. Anna Rakel lék sinn meistaraflokks leik með Þór/KA sumarið 2014 þá aðeins 16 ára. Leikirnir í dag eru orðnir 50 í deild og bikar og í þeim leikjum hefur hún skorað 7 mörk. Einnig hefur hún komið við sögu í 19 leikjum með yngri landsliðum þ.e. 14 leiki með U17 og skoraði þar 2 mörk og 5 U19 leiki og þar eru mörkin 3. 

Harpa Jóhannsdóttir 18 ára markvörður. Harpa á tvo meistaraflokksleiki að baki með Þór/KA í Pepsídeildinni. Þá á Harpa 8 landsleiki að baki með U17. 

Rut Matthíasdóttir 20 ára varnarmaður á að baki tvo meistaraflokksleiki með Þór/KA í Pepsídeildinni. Rut lék stórt hlutverk í liði 2. flokks sem varð t.a.m. bikarmeistari 2015 og Íslandsmeistarar 2016.

Sara Mjöll Jóhannsdóttir markvörður 18 ára á að baki 24 meistaraflokksleiki að baki með Hömrunum 12 leikir 2015 og 12 leikir 2016. Sara Mjöll á þrjá leiki að baki með U17 landsliðinu. 

Nýjast