Þór mætir toppliðinu í dag

Særós Gunnlaugsdóttir leikmaður Þórs, í viðtali við Þór TV. Mynd: Skjáskot af Þór TV
Særós Gunnlaugsdóttir leikmaður Þórs, í viðtali við Þór TV. Mynd: Skjáskot af Þór TV

Í dag kl 16 sækir Þór topplið Breiðabliks heim í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í Smáranum.  

Þór er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir fjóra leiki þ.e. þrír sigurleikir og eitt tap, sem kom einmitt gegn Breiðabliki. Sigurleikirnir komu í heimaleikjum gegn Fjölni í tvígang og gegn KR allt afar sannfærandi sigrar.

Hjá Þór er Unnur Lára Ásgeirsdóttir atkvæðamest með 18 stig í leik og hún er einnig með flestar stoðsendingar eða 4,8 í leik. Næst kemur Fanney Lind Thomas með 15 stig og hún er ennfremur frákastahæst með 9 í leik,  Rut Herner er með 13 stig og 9 fráköst næst kemur svo Heiða Hlín með 10,5 stig. 

Það er hugur í stelpunum og þær ætla sér að sækja sigur á morgun eins og kemur fram í viðtali við Særósu Gunnlaugsdóttur á heimasíðu Þórs. ,,Í fyrri leiknum byrjuðum við leikinn illa og lengi í gang. En núna ætlum við að byrja af hörku strax í upphafi“ segir Særós.

Nýjast