Raijkovic framlengir við KA
Srdjan Rajkovic, eða Rajko eins og hann er kallaður í herbúðum KA manna, skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við KA og gildir hann því út tímabilið 2017.
„Rajko hefur staðið sig frábærlega síðustu ár í KA-búningnum og í haust var hann valinn besti leikmaður ársins (ásamt Guðmanni). Sumarið 2016 fékk KA-liðið fæst mörk allra liða á sig í Inkasso-deildinni og var það ekki síst frábærri spilamennsku Rajko að þakka,“ segir á heimasíðu KA.
Rajko mun því spila að hið minnsta eitt tímabil í viðbót fyrir KA og verður það að teljast styrkur fyrir Akureyrarliðið sem er komið til baka í deild hinna bestu eftir nokkurt hlé.