Ráðinn yfirþjálfari yngra flokka Þórs
Andri Hjörvar Albertsson og Brynjólfur Sveinsson formaður unglingaráðs Þórs undirrita samninginn. Mynd/Heimasíða Þórs
Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs hefur ráðið Andra Hjörvar Albertsson til starfa sem yfirþjálfara yngri flokka deildarinnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Þar segir að Andri sé gegnheill Þórsari sem hefur mikinn metnað fyrir hönd félagsins. „Hann hefur komið að þjálfun yngri flokka Þórs, frá 8. flokki og upp í það að vera meistaraflokknum innan handar og er því vel kunnugur starfinu.
Unglingaráð knattspyrnudeildar hefur miklar væntingar til þess að Andri skili góðu starfi við áframhaldandi uppbyggingu á því góða starfi sem fram fer hjá Þór,“ segir á heimasíðu félagsins. Andri Hjörvar tekur við keflinu af Dragan Stojanovic og Jóhanni Kristni Gunnarssyni.