Nokkuð öruggur sigur Þórs

Þröstur Leó Jóhannsson leikmaður Þórs Akureyri í viðtali við Þór tv eftir leikinn.
Þröstur Leó Jóhannsson leikmaður Þórs Akureyri í viðtali við Þór tv eftir leikinn.

Þór Akureyri lagði nafna sína frá Þórlákshöfn í bráðfjörugum leik í íþróttahöllinni í gærkvöld. Heimamenn fóru rólega af stað en sigu svo hægt og bítandi fram úr og hafði 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 25-18. 

Í öðrum leikhluta tók Þór Ak öll völd á á vellinum og spiluðu frábæran varnarleik. Akureyringar fóru í hálfleik með 17 stiga forystu 49-32.

Gestirnir klóruðu aðeins í bakkann í þriðja leikhluta og minkuðu munin í 15 stig. Lokakaflinn var nokkuð jafn og þótt gestirnir hafi unnið síðasta leikhlutann 17-24 lönduðu heimamenn í Þór öruggum sigri 80-69. 

Stigahæstur hjá heimamönnum var nýi Bandaríkjamaðurinn, George Beamon með 22 stig og hann tók ennfremur 10 fráköst. Næstur kom Darrel Lewis með 18 stig og 12 fráköst. Danero Thomas 14 stig og 9 fráköst, Tryggvi Snær 9, Ingvi Rafn 7, Ragnar Helgi 6 stig og þeir Sindri Davíðs og Þröstur Leó með 2 stig hvor.

Hjá gestunum var Tobin Carberry stigahæstur með 23 stig og 9 fráköst, Maciej Stanislav 11, eimil Karel 10, Ólafur Helgi 8, Grétar Ingi 7, Halldór Garðar 5, Ragnar Örn 3 og Þorsteinn mar 2.

Þeir Danero Thomas og Sindri Davíðsson deildu með sér útnefningunni maður leiksins. 

Með sigrinum eru  heimamenn komnir með 6 stig og lyftu sér þar með upp fyrir Hauka sem sitja á botninum með 4 stig en þrjú næstu lið fyrir ofan á töflunni eru einnig með 6 stig. Næsti leikur Akureyringa er þann 27. nóvember, en þá koma ÍR-ingar í heimsókn í Höllina.


Nýjast