Heimsmeistaramót í íshokkí haldið á Akureyri
Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild sem áætlað var að halda í Reykjavik, 27. febrúar til 5. mars 2017 verður haldið á Akureyri. Þetta kemur fram á heimasíðu Íshokkísambands Íslands.
Þær þjóðir sem munu senda lið sitt til Íslands, eru: Tyrkland, Nýja Sjáland, Rúmenía, Spánn og Mexico.
„Íslensku stelpurnar er mjög spenntar yfir þessar ákvörðun og ætla sér gull á þessu móti. Þær stefna fast og örugglega á að komast í næstu deild fyrir ofan,“ segir í tilkynningunni. Skautafélag Akureyrar verður 80 ára í janúar næskomandi. Það er því upplagt að halda upp á afmælið með heimsmeistaramóti.