Fjórði sigur Þórs í Dominos-deildinni

Þórsarar eru á mikilli siglingu upp töfluna. Mynd: Palli Jóh/thorsport.is
Þórsarar eru á mikilli siglingu upp töfluna. Mynd: Palli Jóh/thorsport.is

Þór Ak­ur­eyri sigraði ÍR 78:62 í átt­undu um­ferð Dom­in­os-deild­ar karla í körfu­bolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Ak­ur­eyri. Þetta var fjórði sig­ur Ak­ur­eyr­inga í deild­inni.

Heimamenn tóku strax frumkvæðið í leiknum og voru með yfirhöndina allann leikinn og fór munurinn sjaldan niður fyrir 10 stig.

Danero Thom­as og Geor­ge Beamon fóru á kostum í liði Þórs. Hvor um sig var með 22 stig og 12 frá­köst. Þór er að mjaka sér upp töfl­una eft­ir fjóra sigra í síðustu fimm leikj­um eftir frekar erfiða byrjun í deildinni og eru nú komnir upp í sjöunda sæti með átta stig. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn eru í sætunum fyrir ofan með átta stig einnig en með hagstæðara stigaskor.

Næsti leikur Akureyringa er einmitt útileikur gegn Njarðvík á fimmtudag.

Nýjast