Fenrir með 5 verðlaun á London open

Ingþór Örn hampaði silfurverðlaunum í tveimur flokkum. Mynd: Fenrirmma.is
Ingþór Örn hampaði silfurverðlaunum í tveimur flokkum. Mynd: Fenrirmma.is

Ingþór Örn Valdimarsson og Halldór Logi Valsson frá Fenri á Akureyri, kepptu á London Open á dögunum í brasilísku Jiu Jitsu. Mótið er eitt það stærsta sem haldið er í  Evrópu.

Ingþór var að keppa sitt fyrsta mót sem svartbeltingur í flokki fullorðinna í bæði Gi og Nogi, og hreppti hann silfurverðlaun í báðum flokkum.
Hann keppti einnig í opnum flokki svartbeltinga báða dagana, en komst ekki Á pall.

Halldór Logi var að keppa sitt fyrsta mót sem brúnbeltingur og ekki hægt að segja annað en að árangurinn lofi góðu fyrir framtíðina.

Hann hreppti Brons verðlaun í Gi hluta mótsins, en seinni daginn vann hann ekki einungis til silfurverðlauna í sínum flokki, heldur fór hann í úrslit í opnum flokki brúnbeltinga og tapaði með eins naumum mun og mögulegt er, eða með einu advantage stigi.

Þessi frábæri árangur Fenrismanna að vinna til 5 verðlauna meðal hinna bestu í Evrópu bendir til þess að það gríðarlega uppbyggingarstarf í Jiu jitsu íþróttinni hjá Fenri sé að skila árangri..

Nýjast