Akureyri enn á botninum

Akureyri í Baráttu við Gróttu, fyrr á tímabilinu. Mynd: Sævar Geir
Akureyri í Baráttu við Gróttu, fyrr á tímabilinu. Mynd: Sævar Geir

Akureyri tapaði í dag fyrir Fram í Safamýrinni, þetta var eini leikur dagsins í 7. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í dag. Akureyringar þurftu sárlega á stigum að halda, en þeir verma botnsætið með tvö stig.

Leikurinn var jafn framan af en Framarar voru þremur mörkum yfir í hálfleik og tókst að halda forystu lengst af síðari hálfleiknum. Akureyringar komust þó vel inn í leikinn undir lokin og tókst búa til spennandi lokamínútur.

Framarar sýndu mikinn karakter og héldu forystu út leikinn sem endaði 29-28. Með sigrinum skutust Framarar upp í 5. Sæti deildarinnar með sjö stig en Akureyri vermir enn þá botnsætið. 

Nýjast