Fréttir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar

Lagt er allt kapp á að undirbúa þessa breytingu vandlega þannig að íbúar og aðstandendur verði ekki fyrir óþægindum.
Lesa meira

Sviðslistaverkið Tæring sett upp á Hælinu í september

Tæring er leikverk sem sett verður upp á Hælinu í næsta mánuði.
Lesa meira

Biðlisti á tjaldsvæði Norðurþings

Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að tjaldstæðið á Húsavík er búið að vera meira og minna fullt í allt sumar sama hvernig viðrar og Sólbrekka hefur á tíðum minnt á göngugötu þegar gestir úr Sjóböðunum ganga þar um á leið til og frá tjaldstæðinu.
Lesa meira

Vel heppnað eldflaugarskot á Langanesi

Hópur fólks var saman kominn til að fylgjast með skotinu sem fór fram í tveimur stigum með nokkurra sekúndna millibili.
Lesa meira

Snjóþungur vetur olli miklum skemmdum í skógum

Gríðarmiklar skemmdir urðu á trjágróðri í Kjarnaskógi á liðnum vetri. Mikil grisjunarvinna hefur verið unnin undanfarnar vikur í Kjarnaskógi , Vaðlareit, Leyningshólum og Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Lesa meira

Eldflaug skotið á loft frá Langanesi á morgun ef veður leyfir

Upphaflega var áætlað að skjóta eldflauginni á loft á miðvikudag en veður kom einnig í veg fyrir það þá. Var þá brugðið á það ráð að bjóða skólabörnum af Langanesi á skotstað og fengu þau fræðslu um starfsemi Skyrora og verkefni þeirra á Langanesi.
Lesa meira

Á sama stað, með sömu flugu og fékk jafnstóran fisk

„Þetta er eiginlega með ólíkindum, en virkilega gaman og eftirminnilegt,” segir Jón Gunnar Benjamínsson en bróðursonur hans, Benjamín Þorri Bergsson sem er 14 ára gamall veiddi 60 sentímetra langan urriða í Brunnhellishróf sem er í Laxá í Mývatnssveit þar sem hún rennur um land Geirastaða, beint neðan við Miðkvísl. Það í sjálfu sér er ef til vill ekki í frásögu færandi, heldur að Benjamín Þorri veiddi fyrir einu ári á sama stað og með sömu flugu nákvæmlega jafnstóran urriða. Sá var tekin með heim en þeim sem veiddur var nýverið sleppt.
Lesa meira

Vaxandi fjöldi mætir í landamæraskimun tvö

Öflugt starfsfók nær að skima stóran hóp á skömmum tíma.
Lesa meira

Rafrænir nýnemadagar í Háskólanum

Nýnemadagar verða í ljósi aðstæðna rafrænir í ár hjá Háskólanum á Akureyri
Lesa meira

Engin formleg skólasetning í Framhaldsskólanum á Húsavík

„Miðað við þá stöðu sem er uppi núna og það sem er að gerst í skólahaldi á framhaldsskólastigi á landsvísu þá var tekin ákvörðun um það að nota næstu viku alla í undirbúning og skipulagningu. Við þurfum ákveðinn tíma til að skipuleggja svo við getum haldið úti skólastarfi"
Lesa meira